Hún gaf mér puttann.....

 

Ég er alveg gáttuð á því hvernig fólk leifir sér að haga sér. Ég var á leiðinni í hádeginu að róta fyrir kvöldið. Keyrði bílinn minn í mestu makindum og þurfti að beygja inn á Dalbrautina til að komast leiðar minnar. Eitthvað rann bíllinn aðeins til svo ég þurfti að hægja á mér, eins og gefur að skilja og  tafði það ökumann bifreiðarinn aðeins , en hann ók Dalbrautina til suðurs.......Og viti menn......Konan sem sat við hlið bílstjórans gaf mér puttann......... Ég og maðurinn minn ókum síðan í átt að sundlaugunum með fólkið á eftir okkur og maðurinn minn stakk upp á því í gríni að ég myndi bíða af mer ljósin og fara yfir á gulu til að stríða þeim. En nei, ég gerði það ekki

Ég þarf ekki á slíku að halda og langar ekki til að setja mig niður á svona lágt plan. það geta aðrir séð um það eins og þetta fólk.


Jibbí.....hún vann

Smile

Já dóttir mín 14 ára vann hæfileikakeppni Laugalækjarskóla í gær. Er maður stoltur eða er maður stoltur. Hún kom heim í gærkvöldi brosandi út að eyrum með stærðarinnar bikar í höndunum. Hún er að læra söng í FIH og bráð efnileg krakkaskrattinn Grin Hún söng blues-lagið At last, lag sem ég hafði nú ekki heyrt en hún er að æfa þetta lag í skólanum. Flott hjá minni.

Veðrið heldur áfram að reyna á taugarnar en ég fékk að moka snjó í morgun. Ég heyrði að fólki væri ráðlagt að moka frá niðurföllum og hreinsa þau svo ég skellti mér út á svalir og mokaði af þeim og hreinsaði niðurfallið.

Það er spurning hvort ég fari í göngutúrinn minn í dag en það er að hvessa all hressilega og svo hlýtur að vera ansi hált líka. Það væri nú ekki á það bætandi að detta og brjóta sig. Ég ætla samt að bregða mér út og sækja barnabarnið á eftir.

 

 


Nýjasti, besti vinur minn....

 

Ég ákvað að breyta um hugarfar og gera snjóinn að nýja, besta vini mínum. InLoveÞegar ég vaknaði í morgun hafði bætt á snjófjallið en ég hef verið að kvarta yfir öllum þessum snjó undanfarið. Ég ákvað að sofa svolítið lengur en ég er nú í fríi og skellti mér svo í ljós. Þegar ég kom heim var mikill snjór á tröppunum og fyrir framan ruslageymsluna svo ég ákvað að þetta yrði mín líkamsrækt í dag. Ég henti mér á skófluna og mokaði eins og ég væri á launum við það...... en launin eru jú góð brennsla.....ekki satt.?

Ég var ekki buin að fá nóg af því að vera úti í elsku snjónum, besta vini mínum svo ég ákvað að leggja af stað í minn daglega göngutúr þrátt fyrir ofankomu og rok. Ég ætlaði mína hefðbundnu leið en þar hafði fokið í svo mikla skafla að ég snéri við.  "Þetta er kannski bara "assgoti" gott hjá mér, búin að moka og allt. Ég fer bara heim og fæ mér kaffi" hugsaði ég en þegar ég kom að húsinu fann ég að ég var alls ekki tíbúin að fara inn. Veðrið var orðið skárra og ég gekk niður Rauðalækinn. Þegar ég kom húsi vinkonu minnar, var hún að koma heim úr vinnunni og byrjuð að moka af miklum krafti. Hún var að klára........rosalega ánægð með sjálfa sig.......það tekur nefnilega á að moka svona miklum snjó. Hún ákvað að ganga mér og saman gengum við um hverfið í um 30 mín. Frábært!!!

Já, maður er fljótur að skipt um skoðun og aldrei að vita nema að ég hafi skipt um skoðun á morgun. En núna er snjórinn, nýji besti vinur minn og ég vona að það verði nóg af honum á morgun svo ég geti mokað meira

NEI!Gasp það er búið að spá roki og helli rigningu á morgun.


Er í lagi að fara ein í bíó?

 

Ég var að koma heim úr bíó en ég fór ein í bíó. Unglingurinn var með stelpukvöld, karlinn að kenna og ég var vinsamlega beðin um að fara eitthvað út. Klukkan var orðin rúmlega 8 og eina myndin sem var sýnd kl. 9 var Atonement sem sýnd er í Háskólabíó.  Og ég fór.......ein í bíó. Unglingurinn missti andlitið þegar hún vissi að ég færi ein eins og það væri bannað. En það er frábært að fara einn í bíó. Popp og sódavatn og smá súlkulaði....bara smá,  fallegt fólk og dramatísk ástarsaga. Hvað vill maður meira. Ég veit ekki hvað fólk hugsar sem þorir ekki eða finnst asnalegt að fara eitt í bíó.  Skildi fólk sem sá mig hugsa........ Ætli Helga sé skilin eða var hún að rífast við kallinn. Nei! hann henti henni örugglega út Shocking en ........mér er alveg sama hvað fólk hugsar......

Það er frábært að fara einn í bíóCool


Hvar er vor, þú sem ert á himni.....

Þessa setningu las ég inni á bloggi Ingibjargar Gunnarsdóttur vinkonu minnar en hún lýsir svo vel hvernig mér líður þessa dagana. Bros segir ekki allt um það hvernig fólki líður en einhvern veginn tekst mér að brosa endalaust, þó svo þuglyndið sé að fara með mig, það er kannski ekki svo djúpt á því eftir allt?Smile Það var mikið að gera hjá mér í nóvember og desember. Söngur og aftur söngur ( sem ég elska, þið megið ekki miskilja mig) og svo var ég að gefa út langþráða jólaplötu og er mjög stolt af henni. Ég er búin að vera í tilvistarkreppu með útgáfu á plötunni í 10 ár en hafði loks hugrekki á síðasta ári að láta draum minn rætast. Og viti menn!!! hún gekk bara mjög vel og það sem fluttum inn seldist upp. Gömlu hafði ekki dreymt um að það myndi gerast og var því orðin of sein að flytja inn fleiri plötur en það koma jól eftir þessi jól. Já, ég kalla þetta plötu. Kannski ég ætti frekar að segja geislaplata.......????

En hvar er vor?

Já aftur að því. Núna er febrúar og ekkert lát á þessu "Bíb" veðri og ég er í fríiW00t sem ætti að vera skemmtilegt en mér tekst ekki að sjá eitthvað skemmtilegt við þetta veður.´Ég er styrktaraðili í líkamsræktinni sem ég venjulega stunda en ég fæ mig bara ekki af stað. NENNI ÞVÍ EKKI. Ég fer þó í klukkutíma göngutúr á dag. Dugleg stelpa........ég meina dugleg kona. Reyndar skín sólin oft í hjarta mínu, en þá á ég við þegar ég sæki ömmustrákinn minn hann Jóhann Georg, 2 ára, í leikskólann. Hann kemur hlaupandi á móti mér og segir "amma mín". Hjartað bráðnar....... sólin skín og allt verður betra þangað til það verður verra aftur. Svo er ég svo leiðinleg að hálfa væri nóg. Eg veit það alveg. Ég fór meira að segja í Heisluhúsið og spurði afgreiðslukonuna hvort það væri ekki til pillur handa leiðinlegum konum. Hún horfði forviða á mig og hló og benti mér á einhverja blómadropa sem gætu kannski hjálpað mér. Ég keypti þá ekki. Hef ekki trú á slíku..........Kannski ég fari á morgun og kaupi þá. Hver veit???

Ég er alveg að fara að byrja aftur í ræktinni þvi ég veit að það lyftir lundinni töluvert. ALVEG AÐ FARA AP BYRJA. Hvað er eiginlega að manni að nenna ekki í ræktina.......Ég skil þetta bara ekki.

Ég byrja á mánudaginn. Lofa því......eða já,......jú.....ég ætla.........eða.........Jú ......ÉG SKAL.

 

 


Kvef og meira kvef......

Ég er svo kvefuð og vorkenni mér svo mikið. Það eina sem ég get gert er að horfa á sjónvarpið og það er þá helst bíórásin sem kemur þar til greina. Alla vega á daginn. En dagskráin er svo leiðinleg. Sömu bíómyndirnar aftur og aftur. Er ekki hægt að sýna eitthvað skárra. Þið sem stjórnið þessu ættuð kannski að vera lasnir í nokkra daga og þá skiljið þið mig kannski. Já það er gott að geta þusað á þessu bloggi þegar manni leiðist.

Kannski ég verði bara að senda krakkana á vídeóleiguna. Aldrei að vita

amma diskó


Fyrsta bloggið mitt. Um hvað skrifar maður eiginlega???

Jæja þá er ég loksins farin að blogga. Ég stofnaði þessa bloggsíðu fyrir u.þ.b. ári síðan en gleymdi mér síðan eiginlega.

Ég ligg veik heim með kvefpest og mér leiðist alveg hroðalega. Þetta á ekki við mig að gera ekki neitt annað en hósta og hósta. Hversu lengi getur ein manneskja eiginlega hóstað. Það eru allir orðnir frekar pirraðir á heimilinu og maðurinn minn fer að fá sér hótelherbergi ef þessu fer ekki að linna.

Yfir í annað. .......Árshátíð Kaupþing banka var haldin síðasliðið laugardagskvöld með pompi og prakt. Vá..... hvað .þetta var flott hjá þeim. Thema kvöldsins var Evrovision og það var frábær hugmynd hjá þeim. Ég söng þarna með Icy flokknum sem kom sá og sigraði,"EKKI" í Bergen í Noregi árið 1986. Með mér í þessu tríói fyrir ykkur sem ekki þekkja til voru, Eiríkur hinn rauði Haukson og Pálmi Gunnarsson. Áður en við komum fram hafði Eiki sungið lagið sitt og Stebbi og Eyfi komu og sungu Nínu. Að sjálfsögðu var Eyfi með bleika klútinn um ennið eins og hann var forðum daga. Selma kom ásamt dönsurum, mjög flott atriði. Hún er svo ansi slunginn dansari og að sjálfsögðu frábær sönkona hún Selma. Nú en það voru Olsen bræður sem hituðu upp fyrir okkur Icy flokkinn.Grin Ekki leiðinlegt eða hvað? Þeir voru ágætir en mér fannst lagavalið hjá þeim frekar þreytt.

Nú síðan var látið sem skemmtiatriðum kvöldsins væri lokið og hvítt tjald sett fyrir sviðið. Um 15 mínútum síðan komum við okkur fyrir, fyrir aftan tjaldið og ljósum var beint þannig að skuggamyndir birtust af okkur. En enginn var að pæla í því. Kynnarnir þökkuðu gestum fyrir kvöldið en síðan heyrðist kunnulegt stef, fyrsti tónninn í Gleðibankanum og á réttu slagi í laginu, féll hvíta tjaldið, sprengiteppi fyrir aftan okkur sprakk með þvílíkum tilþrifum og lagið var flutt af okkur þremur. Það sem situr eftir í minni minningu er brosið sem lék um andlit allra em þarna voru. Vá..... hvað þau áttu ekki von á þessu. Þetta tókst eins og best var á kosið og ég hef sjaldan séð annað eins umstang um neitt. Maturinn var frábær sagði fólkið enda sá "Múli" sjálfur, Jói í Múlakaffi um hann ásamt sínu fólki. Til hamingu Kaupþing banki með frábæra árshátíð. Gæti ég nokkuð fengið vinnu hjá ykkur?

En ég hef alltaf sagt og mun alltaf segja að það er ekki fullreynt með þennan Gleðibanka. Ég vil að að við sendum hann aftur hann eldist nefnilega svo vel. Kannski gætu bara Kaupþingbanki

" sponserað " okkur og við syngum um Kaupþingbankann. Góð hugmynd ekki sattWhistling

Jæja, þið sem eigið eftir að lesa þetta. Ég ætla að reyna að vera dugleg að skrifa en lofa samt engu svona fyrst um sinn.

 

Kveðja Helga Möller kvefaða

amma diskó


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband