Fyrsta bloggið mitt. Um hvað skrifar maður eiginlega???

Jæja þá er ég loksins farin að blogga. Ég stofnaði þessa bloggsíðu fyrir u.þ.b. ári síðan en gleymdi mér síðan eiginlega.

Ég ligg veik heim með kvefpest og mér leiðist alveg hroðalega. Þetta á ekki við mig að gera ekki neitt annað en hósta og hósta. Hversu lengi getur ein manneskja eiginlega hóstað. Það eru allir orðnir frekar pirraðir á heimilinu og maðurinn minn fer að fá sér hótelherbergi ef þessu fer ekki að linna.

Yfir í annað. .......Árshátíð Kaupþing banka var haldin síðasliðið laugardagskvöld með pompi og prakt. Vá..... hvað .þetta var flott hjá þeim. Thema kvöldsins var Evrovision og það var frábær hugmynd hjá þeim. Ég söng þarna með Icy flokknum sem kom sá og sigraði,"EKKI" í Bergen í Noregi árið 1986. Með mér í þessu tríói fyrir ykkur sem ekki þekkja til voru, Eiríkur hinn rauði Haukson og Pálmi Gunnarsson. Áður en við komum fram hafði Eiki sungið lagið sitt og Stebbi og Eyfi komu og sungu Nínu. Að sjálfsögðu var Eyfi með bleika klútinn um ennið eins og hann var forðum daga. Selma kom ásamt dönsurum, mjög flott atriði. Hún er svo ansi slunginn dansari og að sjálfsögðu frábær sönkona hún Selma. Nú en það voru Olsen bræður sem hituðu upp fyrir okkur Icy flokkinn.Grin Ekki leiðinlegt eða hvað? Þeir voru ágætir en mér fannst lagavalið hjá þeim frekar þreytt.

Nú síðan var látið sem skemmtiatriðum kvöldsins væri lokið og hvítt tjald sett fyrir sviðið. Um 15 mínútum síðan komum við okkur fyrir, fyrir aftan tjaldið og ljósum var beint þannig að skuggamyndir birtust af okkur. En enginn var að pæla í því. Kynnarnir þökkuðu gestum fyrir kvöldið en síðan heyrðist kunnulegt stef, fyrsti tónninn í Gleðibankanum og á réttu slagi í laginu, féll hvíta tjaldið, sprengiteppi fyrir aftan okkur sprakk með þvílíkum tilþrifum og lagið var flutt af okkur þremur. Það sem situr eftir í minni minningu er brosið sem lék um andlit allra em þarna voru. Vá..... hvað þau áttu ekki von á þessu. Þetta tókst eins og best var á kosið og ég hef sjaldan séð annað eins umstang um neitt. Maturinn var frábær sagði fólkið enda sá "Múli" sjálfur, Jói í Múlakaffi um hann ásamt sínu fólki. Til hamingu Kaupþing banki með frábæra árshátíð. Gæti ég nokkuð fengið vinnu hjá ykkur?

En ég hef alltaf sagt og mun alltaf segja að það er ekki fullreynt með þennan Gleðibanka. Ég vil að að við sendum hann aftur hann eldist nefnilega svo vel. Kannski gætu bara Kaupþingbanki

" sponserað " okkur og við syngum um Kaupþingbankann. Góð hugmynd ekki sattWhistling

Jæja, þið sem eigið eftir að lesa þetta. Ég ætla að reyna að vera dugleg að skrifa en lofa samt engu svona fyrst um sinn.

 

Kveðja Helga Möller kvefaða

amma diskó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin á bloggið. Þetta er hið skemmtilegasta samfélag, ég er heimavinnandi, þannig að þetta styttir mér stundir og nauðsynlegt fyrir heilabúið að taka þátt í skemmtilegri umræðu. Vona að þér líki vel vistin hérna með okkur hinum, set hérna slóðina á yfirlitssíðu bloggara, þannig að þú getir séð hverjir eru vinsælastir og so on.

http://www.mbl.is/mm/blog/top.html?num=150

gangi þér vel

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband