Þessa setningu las ég inni á bloggi Ingibjargar Gunnarsdóttur vinkonu minnar en hún lýsir svo vel hvernig mér líður þessa dagana. Bros segir ekki allt um það hvernig fólki líður en einhvern veginn tekst mér að brosa endalaust, þó svo þuglyndið sé að fara með mig, það er kannski ekki svo djúpt á því eftir allt? Það var mikið að gera hjá mér í nóvember og desember. Söngur og aftur söngur ( sem ég elska, þið megið ekki miskilja mig) og svo var ég að gefa út langþráða jólaplötu og er mjög stolt af henni. Ég er búin að vera í tilvistarkreppu með útgáfu á plötunni í 10 ár en hafði loks hugrekki á síðasta ári að láta draum minn rætast. Og viti menn!!! hún gekk bara mjög vel og það sem fluttum inn seldist upp. Gömlu hafði ekki dreymt um að það myndi gerast og var því orðin of sein að flytja inn fleiri plötur en það koma jól eftir þessi jól. Já, ég kalla þetta plötu. Kannski ég ætti frekar að segja geislaplata.......????
En hvar er vor?
Já aftur að því. Núna er febrúar og ekkert lát á þessu "Bíb" veðri og ég er í fríi sem ætti að vera skemmtilegt en mér tekst ekki að sjá eitthvað skemmtilegt við þetta veður.´Ég er styrktaraðili í líkamsræktinni sem ég venjulega stunda en ég fæ mig bara ekki af stað. NENNI ÞVÍ EKKI. Ég fer þó í klukkutíma göngutúr á dag. Dugleg stelpa........ég meina dugleg kona. Reyndar skín sólin oft í hjarta mínu, en þá á ég við þegar ég sæki ömmustrákinn minn hann Jóhann Georg, 2 ára, í leikskólann. Hann kemur hlaupandi á móti mér og segir "amma mín". Hjartað bráðnar....... sólin skín og allt verður betra þangað til það verður verra aftur. Svo er ég svo leiðinleg að hálfa væri nóg. Eg veit það alveg. Ég fór meira að segja í Heisluhúsið og spurði afgreiðslukonuna hvort það væri ekki til pillur handa leiðinlegum konum. Hún horfði forviða á mig og hló og benti mér á einhverja blómadropa sem gætu kannski hjálpað mér. Ég keypti þá ekki. Hef ekki trú á slíku..........Kannski ég fari á morgun og kaupi þá. Hver veit???
Ég er alveg að fara að byrja aftur í ræktinni þvi ég veit að það lyftir lundinni töluvert. ALVEG AÐ FARA AP BYRJA. Hvað er eiginlega að manni að nenna ekki í ræktina.......Ég skil þetta bara ekki.
Ég byrja á mánudaginn. Lofa því......eða já,......jú.....ég ætla.........eða.........Jú ......ÉG SKAL.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 6.2.2008 | 19:34 (breytt kl. 19:35) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.