Er í lagi að fara ein í bíó?

 

Ég var að koma heim úr bíó en ég fór ein í bíó. Unglingurinn var með stelpukvöld, karlinn að kenna og ég var vinsamlega beðin um að fara eitthvað út. Klukkan var orðin rúmlega 8 og eina myndin sem var sýnd kl. 9 var Atonement sem sýnd er í Háskólabíó.  Og ég fór.......ein í bíó. Unglingurinn missti andlitið þegar hún vissi að ég færi ein eins og það væri bannað. En það er frábært að fara einn í bíó. Popp og sódavatn og smá súlkulaði....bara smá,  fallegt fólk og dramatísk ástarsaga. Hvað vill maður meira. Ég veit ekki hvað fólk hugsar sem þorir ekki eða finnst asnalegt að fara eitt í bíó.  Skildi fólk sem sá mig hugsa........ Ætli Helga sé skilin eða var hún að rífast við kallinn. Nei! hann henti henni örugglega út Shocking en ........mér er alveg sama hvað fólk hugsar......

Það er frábært að fara einn í bíóCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Já, sko til hamingju með það að fara ein í bíó. Ég hef ekki gert það og sé mig ekki alveg. En kannski verður þetta eitt af verkefnunum mínum til að fara út úr þægindahringnum.

En ég held að fólk hugsi ekkert endilega hvort þú værir skilin eða..., heldur höldum við það bara.Fólk hefur nefninlega svo margt annað að gera við tímann sinn en að hugsa og tala um okkur. Þó svo maður haldi það.En það er auðvitað fínt ef þú gefur aupmingja fólkinu eitthvað að tala um.

Kveðja

Anna Guðný , 7.2.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Tiger

Að mínu mati er hið besta að fara einn í bíó og hef ég þúsund sinnum gert það sjálfur frá því í æsku. Rétt eins og mér finnst æðislegt að ferðast erlendis einn, engin að trufla mann ef maður vill fá næði - maður ræður för sjálfur og þarf ekki að spyrja neinn um neitt.

Hef að vísu ekki farið í bíó um nokkurra mánaða skeið en myndi óhikað gera það ef svo bæri undir. Stórgott hjá þér að láta þér standa á sama um þankagang fólks, fólk hefur alltaf og mun alltaf tala um þá sem eru/hafa verið í kastljósinu - ekkert við því að gera. Hóaðu bara í mig ef þig vantar bíófélaga næst þegar þér er varpað út.

Tiger, 7.2.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband