Nýjasti, besti vinur minn....

 

Ég ákvað að breyta um hugarfar og gera snjóinn að nýja, besta vini mínum. InLoveÞegar ég vaknaði í morgun hafði bætt á snjófjallið en ég hef verið að kvarta yfir öllum þessum snjó undanfarið. Ég ákvað að sofa svolítið lengur en ég er nú í fríi og skellti mér svo í ljós. Þegar ég kom heim var mikill snjór á tröppunum og fyrir framan ruslageymsluna svo ég ákvað að þetta yrði mín líkamsrækt í dag. Ég henti mér á skófluna og mokaði eins og ég væri á launum við það...... en launin eru jú góð brennsla.....ekki satt.?

Ég var ekki buin að fá nóg af því að vera úti í elsku snjónum, besta vini mínum svo ég ákvað að leggja af stað í minn daglega göngutúr þrátt fyrir ofankomu og rok. Ég ætlaði mína hefðbundnu leið en þar hafði fokið í svo mikla skafla að ég snéri við.  "Þetta er kannski bara "assgoti" gott hjá mér, búin að moka og allt. Ég fer bara heim og fæ mér kaffi" hugsaði ég en þegar ég kom að húsinu fann ég að ég var alls ekki tíbúin að fara inn. Veðrið var orðið skárra og ég gekk niður Rauðalækinn. Þegar ég kom húsi vinkonu minnar, var hún að koma heim úr vinnunni og byrjuð að moka af miklum krafti. Hún var að klára........rosalega ánægð með sjálfa sig.......það tekur nefnilega á að moka svona miklum snjó. Hún ákvað að ganga mér og saman gengum við um hverfið í um 30 mín. Frábært!!!

Já, maður er fljótur að skipt um skoðun og aldrei að vita nema að ég hafi skipt um skoðun á morgun. En núna er snjórinn, nýji besti vinur minn og ég vona að það verði nóg af honum á morgun svo ég geti mokað meira

NEI!Gasp það er búið að spá roki og helli rigningu á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband