Já dóttir mín 14 ára vann hæfileikakeppni Laugalækjarskóla í gær. Er maður stoltur eða er maður stoltur. Hún kom heim í gærkvöldi brosandi út að eyrum með stærðarinnar bikar í höndunum. Hún er að læra söng í FIH og bráð efnileg krakkaskrattinn Hún söng blues-lagið At last, lag sem ég hafði nú ekki heyrt en hún er að æfa þetta lag í skólanum. Flott hjá minni.
Veðrið heldur áfram að reyna á taugarnar en ég fékk að moka snjó í morgun. Ég heyrði að fólki væri ráðlagt að moka frá niðurföllum og hreinsa þau svo ég skellti mér út á svalir og mokaði af þeim og hreinsaði niðurfallið.
Það er spurning hvort ég fari í göngutúrinn minn í dag en það er að hvessa all hressilega og svo hlýtur að vera ansi hált líka. Það væri nú ekki á það bætandi að detta og brjóta sig. Ég ætla samt að bregða mér út og sækja barnabarnið á eftir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 8.2.2008 | 14:48 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með afleggjarann! Kannski að það sé ný "jólarödd" í uppsiglingu handa landanum? Sjaldan fellur eikin þó í hana sé höggvið - eða jamm - sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Tiger, 8.2.2008 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.