Hún gaf mér puttann.....

 

Ég er alveg gáttuð á því hvernig fólk leifir sér að haga sér. Ég var á leiðinni í hádeginu að róta fyrir kvöldið. Keyrði bílinn minn í mestu makindum og þurfti að beygja inn á Dalbrautina til að komast leiðar minnar. Eitthvað rann bíllinn aðeins til svo ég þurfti að hægja á mér, eins og gefur að skilja og  tafði það ökumann bifreiðarinn aðeins , en hann ók Dalbrautina til suðurs.......Og viti menn......Konan sem sat við hlið bílstjórans gaf mér puttann......... Ég og maðurinn minn ókum síðan í átt að sundlaugunum með fólkið á eftir okkur og maðurinn minn stakk upp á því í gríni að ég myndi bíða af mer ljósin og fara yfir á gulu til að stríða þeim. En nei, ég gerði það ekki

Ég þarf ekki á slíku að halda og langar ekki til að setja mig niður á svona lágt plan. það geta aðrir séð um það eins og þetta fólk.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Einu sinni trufluðu svona viðbrögð mig neikvætt en einhverrra hluta vegna áttaði ég mig á því hvað þetta er í raun fyndið og tilgangslaust. Eiginlega spilling á góðum tíma sem hægt er að nota í að vera glaður og spakur

Svo gæti maður sett atvikið þannig upp að þetta hefði gert þig reiða og þú svarað í sama. Síðan hefðir þú mætt ökumanni sem fór í taugarnar á þér og þú látið hann sjá það og svona gæti þetta fúla ástand margfaldast í umferðinni

Guðrún Þorleifs, 18.2.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband