Ég heiti Helga Möller og starfa sem söngkona og flugfreyja hjá Icelandair. Ég er 50 ára gömul og mitt aðal áhugamál fyrir utan börnin mín og barnabarnið er golf. Ég er með 15 í forgjöf og spila eins oft og ég get. Eins og kom fram hérna áðan, á ég eitt barnabarn sem heitir Jóhann Georg og það að vera amma er eitt skemmtilegasta hlutverk sem ég hef tekið að mér í lífinu. Ég vona að ég verði dugleg að skrifa, en dóttir mín Elísabet þarf örugglega að minna mig á það Takk fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning